Kjötsúpa og klipið í lambhrúta

Þórhildur fór í sveitina til pabba síns á laugardaginn og þær Árný stjúpsystir gistu þar eina nótt. Í sveitinni á Þórhildur hryssuna Vinu og folaldið Dönu, auk þess köttinn Brand og nokkrar kindur. Hún fer á annað hestanámskeiðið sitt í júní n.k. og er orðin félagsmaður í hestamannafélaginu Sindra. Reiðnámskeiðið er á þess vegum og er kennt 1. - 7. júní og þann 8. júní lýkur námskeiðinu með sýningu. Þórhildur hefur áhuga á að taka við búinu þegar fram í sækir ásamt því að ferðast um heiminn sem danskennari og kóreógraf. Búið er fjárbú en auk þess er mikið af hestum og pabbi Þórhildar er keppnismaður í hestamennskunni. Þegar Þórhildur kom til pabba á laugardaginn var hann að gelda lambhrúta með ógnarstórri klíputöng, svo var farið heim á bæ að borða bestu kjötsúpu í heimi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband