Færsluflokkur: Lífstíll
Bonni er að sýna sig í dag á hundasýningu HRFÍ! Ræktandinn hans sýnir hann, hún heitir Ólöf og er með Eyðimerkur ræktun, bara flottir hundar. Geðgóðir með eindæmum og hrikalega sætir. Gott gengi Bonni!
Kv. Þórhildur og Kristín.
Lífstíll | 28.2.2009 | 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... en vonandi nokkrir sólardagar. Næsta sumar förum við ekki til útlanda frekar en margir landar okkar. Hér er ég með tveimur af stelpunum mínum (vantar þá elstu og dótturdæturnar) á Spáni sumarið 2008. Kominn tími til að skipuleggja næsta sumar. Allar góðar og ódýrar hugmyndir sem kosta ekki himin (flug) og haf (sigling) eru vel þegnar!
Kv. Kristín.
Lífstíll | 26.2.2009 | 15:57 (breytt kl. 16:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hundurinn okkar kom í fjölskylduna á sk. fóðursamningi í október. Hann er kallaður Bonni og er sandlitur síðhærður Chihuahua. Kíkiði á myndina af honum í jólaskapi, er hann ekki sætur!
Kv. Þórhildur og Kristín.
Lífstíll | 21.2.2009 | 11:42 (breytt kl. 12:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við mamma vorum að spá í hvort við gætum fengið okkur hund. Hundar eru bara æðislegir. Það sem okkur finnst skemmtilegt við hunda er að það er gaman að fara með þeim út og tökum sem dæmi: Einhver einn maður býr einn, á enga fjölskyldu, allir eru dánir, á engin börn. Þá væri gott fyrir hann að kaupa sér hund, hann myndi fá félagsskap, hundurinn er góður og skemmtilegur og félagslyndur.
Mér hefur alltaf fundist gaman að fara út með hunda og passa þá. Einu sinni, þegar ég var lítil, þá áttum við mamma hund. Hann var kóngapúðli og hét Kolur. En ég var svo lítil að ég fattaði ekkert og ég gat ekki farið með hann út af því hann var svo stór, ég var eiginlega ekkert að hugsa um hann. Þess vegna vil ég núna eignast hund.
Ég er að safna pening og mamma er alltaf að fara á netið og gá. Við mamma og stjúppabbi minn, við búum í fjölbýli og getum ekki fengið okkur stóran hund. Við erum samt með sérinngang og allt. En við mamma ætlum að og stefnum að því að fá okkur hund og gerum allt sem við getum til þess að fá hund. Ef þið vitið um lítinn hund sem vantar heimili, eða eigið sjálf hund sem þið getið ekki átt lengur, látið okkur þá vita.
Kv. Þórhildur.
Lífstíll | 16.10.2008 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ég væri forseti, forsætisráðherra eða borgarstjóri þá myndi ég breyta öllu umhverfinu. Láta bílvegina fara og í staðinn fyrir bíla myndi ég setja hestvagna. Á öllum bílastæðum myndi ég setja upp girðingar og þar væri hægt að geyma hestana ef maður þyrfti til dæmis að skreppa í búð - þannig að bílastæðin yrðu hestvagnastæði. Ég myndi líka gróðursetja blóm og tré og alls konar plöntur. Svo myndum við rífa öll hús og í staðinn myndum við byggja tréhús. Ef það kæmi stormur eða annað óveður þá myndi ég hafa tréhúsin stálstyrkt. Þá væri umhverfið miljón sinnum betra en núna. Svo myndum við hætta að menga umhverfið og kannski - ef þetta myndi ekki gerast - þá yrði jörðin hugsanlega lífvana eftir fimm hundruð til þúsund ár, ekkert súrefni og bara loftmengun. Þess vegna vil ég endilega láta þetta gerast. Svo myndi ég líka vilja láta búa til sláttuvélar sem myndu ekki slá grasið svona snöggt heldur skilja eitthvað eftir, líflegt, flott og náttúrlegt. Nú ætla ég að segja hvaða tæknihluti við eigum ekki að vera án: Útvarp, tónlistardiskar, IPod, tölvur. En alls ekki sjónvarp. Við þörfnumst ljósa og ljósapera. Ég vil líka láta rífa suma ljósastaura því mér finnst þeir of margir. Stundum hefðum við bara kerti hjá okkur ef það er of dimmt. Svo væri þetta náttúrlegasta umhverfi í heiminum. Það væri gott að gera allan heiminn þannig. Þegar ég verð stór þá ætla ég að reyna þetta.
kv. Þórhildur
Lífstíll | 9.10.2008 | 19:53 (breytt 10.10.2008 kl. 11:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dofri Hermannsson birti góða frétt á blogginu sínu í gær undir heitinu Líka góðar fréttir. Það eru góðar fréttir víða og sjálfsagt fara að fordæmi Dofra og vekja athygli á þeim, smáum sem stórum. Andarnefjum fjölgar enn á pollinum, ökumenn á Akranesi eru til fyrirmyndar og vel gekk að ganga til góðs á norðanverðum Vestfjörðum. Svo eru líka fréttir sem benda á möguleika til úrbóta í stóra málinu sem allir eru uppteknir af núna. Tökum undir með utanríkisráðherra sem nefnir þrennt til að gera við aðstæður sem þessar: Sýna æðruleysi, vera yfirveguð og bjartsýn. Það er líka mikilvægt, ekki síst vegna þeirra sem líður illa, að láta ekki hrella okkur úr hófi heldur huga að öðrum og vera saman.
kv. kristín
Lífstíll | 7.10.2008 | 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... koma börnin í skólann, sum eru áhyggjufull út af krepputali undangenginna daga. Pössum upp á þau, verndum þau. Leikskólabörn og yngri börn í grunnskóla eiga ekki að horfa á sjónvarpsfréttir. Eldri börnum segjum við eins og er, við fullorðna fólkið græjum málin. Ræðum málefnalega við unglingana og leggjum áherslu á að það að við erum fjölskylda breytist ekki og við höfum það gaman saman. Í dag er til dæmis upplagt að ganga til góðs. Fátt hefur betri áhrif á sálina en að hjálpa öðrum.
Átakið Göngum til góðs á vegum Rauðakrossins felur í sér að fólk gengur í hús með söfnunarbauka. Söfnunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu opna klukkan tíu, nema í Ráðhúsinu klukkan tólf. En það er ekki bara gengið í Reykjavík og nágrenni heldur um allt land. Sjá nánar hér
Safnað er fyrir sameiningu fjölskyldna sem sundrast hafa vegna stríðsátaka í Lýðveldinu Kongó og mun söfnunarféð renna óskert til verkefnisins.
Við Þórhildur löbbum í hús í Víkurhverfinu í Grafarvogi. Sjáumst!
Kv. Kristín og Þórhildur.
Lífstíll | 4.10.2008 | 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blettatígur, ljón, tígrisdýr, hiphop, mamma, skógur, tívolí, villt náttúra, sveit, fótbolti, fimleikar, margar íþróttir, Lovísa, víkingahátíð, villileikur, Playstation, smíðar, keyra traktor, lömb, lasagna.
Kveðja, Þórhildur.
Lífstíll | 5.6.2008 | 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífstíll | 1.4.2008 | 10:49 (breytt kl. 13:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)