Íþrótta(alls konar)tækið - ný uppfinning

Hér kemur ný uppfinning. Þetta tæki sem ég ætla að tala um er dálítið stórt og langt. Það fer utan um mann, það eru alls konar takkar á því. Til dæmis ef ég væri að fara út og ætlaði að vera í tækinu, þá myndi ég kaupa tækið, gera á mig gat með sprautu og festa snúru úr tækinu í gatið. Svo eru miljón takkar á þessu tæki, það er mjög flókið. Maður notar stýri til að beygja, fara áfram og svo framvegis. Snúran er nauðsynleg og tækið virkar ekki án hennar. Ef maður tengir snúruna er tilfinningin alveg eins og maður sé að ganga, hlaupa og svo framvegis, eins og maður sé tækið! Þá fær maður alltaf góða hreyfingu. Svo er hægt að gera ýmislegt, til dæmis þegar maður er að fara í tíma í skólanum getur maður verið í tækinu og ekki þarf stóla og borð. Maður ýtir á takka og borð skýst út úr tækinu og hönd sem réttir manni blýant og allt sem þarf. En það er semsagt eins og maður sé að gera þetta allt sjálfur, út af snúrunni. En maður hreyfir sig miklu meira en maður myndi annars gera. Eitt enn: maður finnur ekkert fyrir tækinu þegar maður hleypur og gengur. Loks getur maður haft hjól á tækinu og verið eins og á línuskautum, hjóli eða hjólabretti, voða skemmtilegt!

Ég fékk ábendingu um að teikna myndir af uppfinningunum mínum og setja hér á bloggið, ég er að vinna í því. Ég á ekki skanna en ætla að athuga hvort ég get notað teikniforrit sem er til hérna heima en ég veit ekki hvort passar í tölvuna.

Kv. Þórhildur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband