Sumarið kemur aftur

Haustið er uppskafningur
sem heldur að það geti feykt sumrinu um koll
í eitt skipti fyrir öll
-Nú er nóg komið af svo góðu!
segir haustið og byrstir sig
Sumarið lætur sem það heyri ekki
ávítur haustsins
Það kveður bara, góðlátlega,
og birtist á nýjan leik að ári
eins og ekkert hafi í skorist.

kv. Kristín

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband