Ef ég væri forseti, forsætisráðherra eða borgarstjóri þá myndi ég breyta öllu umhverfinu. Láta bílvegina fara og í staðinn fyrir bíla myndi ég setja hestvagna. Á öllum bílastæðum myndi ég setja upp girðingar og þar væri hægt að geyma hestana ef maður þyrfti til dæmis að skreppa í búð - þannig að bílastæðin yrðu hestvagnastæði. Ég myndi líka gróðursetja blóm og tré og alls konar plöntur. Svo myndum við rífa öll hús og í staðinn myndum við byggja tréhús. Ef það kæmi stormur eða annað óveður þá myndi ég hafa tréhúsin stálstyrkt. Þá væri umhverfið miljón sinnum betra en núna. Svo myndum við hætta að menga umhverfið og kannski - ef þetta myndi ekki gerast - þá yrði jörðin hugsanlega lífvana eftir fimm hundruð til þúsund ár, ekkert súrefni og bara loftmengun. Þess vegna vil ég endilega láta þetta gerast. Svo myndi ég líka vilja láta búa til sláttuvélar sem myndu ekki slá grasið svona snöggt heldur skilja eitthvað eftir, líflegt, flott og náttúrlegt. Nú ætla ég að segja hvaða tæknihluti við eigum ekki að vera án: Útvarp, tónlistardiskar, IPod, tölvur. En alls ekki sjónvarp. Við þörfnumst ljósa og ljósapera. Ég vil líka láta rífa suma ljósastaura því mér finnst þeir of margir. Stundum hefðum við bara kerti hjá okkur ef það er of dimmt. Svo væri þetta náttúrlegasta umhverfi í heiminum. Það væri gott að gera allan heiminn þannig. Þegar ég verð stór þá ætla ég að reyna þetta.
kv. Þórhildur
Meginflokkur: Náttúran og umhverfið | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | 9.10.2008 | 19:53 (breytt 10.10.2008 kl. 11:36) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.