Dofri Hermannsson birti góða frétt á blogginu sínu í gær undir heitinu Líka góðar fréttir. Það eru góðar fréttir víða og sjálfsagt fara að fordæmi Dofra og vekja athygli á þeim, smáum sem stórum. Andarnefjum fjölgar enn á pollinum, ökumenn á Akranesi eru til fyrirmyndar og vel gekk að ganga til góðs á norðanverðum Vestfjörðum. Svo eru líka fréttir sem benda á möguleika til úrbóta í stóra málinu sem allir eru uppteknir af núna. Tökum undir með utanríkisráðherra sem nefnir þrennt til að gera við aðstæður sem þessar: Sýna æðruleysi, vera yfirveguð og bjartsýn. Það er líka mikilvægt, ekki síst vegna þeirra sem líður illa, að láta ekki hrella okkur úr hófi heldur huga að öðrum og vera saman.
kv. kristín
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Dægurmál | 7.10.2008 | 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.