... koma börnin í skólann, sum eru áhyggjufull út af krepputali undangenginna daga. Pössum upp á þau, verndum þau. Leikskólabörn og yngri börn í grunnskóla eiga ekki að horfa á sjónvarpsfréttir. Eldri börnum segjum við eins og er, við fullorðna fólkið græjum málin. Ræðum málefnalega við unglingana og leggjum áherslu á að það að við erum fjölskylda breytist ekki og við höfum það gaman saman. Í dag er til dæmis upplagt að ganga til góðs. Fátt hefur betri áhrif á sálina en að hjálpa öðrum.
Átakið Göngum til góðs á vegum Rauðakrossins felur í sér að fólk gengur í hús með söfnunarbauka. Söfnunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu opna klukkan tíu, nema í Ráðhúsinu klukkan tólf. En það er ekki bara gengið í Reykjavík og nágrenni heldur um allt land. Sjá nánar hér
Safnað er fyrir sameiningu fjölskyldna sem sundrast hafa vegna stríðsátaka í Lýðveldinu Kongó og mun söfnunarféð renna óskert til verkefnisins.
Við Þórhildur löbbum í hús í Víkurhverfinu í Grafarvogi. Sjáumst!
Kv. Kristín og Þórhildur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Lífstíll | 4.10.2008 | 07:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.