Balena er Maine Coon kisa, yndisleg, stór og góð. Hana vantar kannski pössun hluta af tímanum sem Þórhildur og Kristín eru á Spáni. Þegar hún var að sóla sig í gær sagði fólk sem átti leið framhjá: Hún er eins og ljón þar sem hún liggur í grasinu! Hún talar með ýmis konar murri og borðar fisk með loppunum eins og þvottabjörn. Hún er vön börnum og hundum. Balena er sprautuð, ormahreinsuð og örmerkt. Hún notar kassa ef þú vilt en fer annars út. Ef þig langar að passa Balenu hluta af júlímánuði, skrifaðu okkur þá á gudnadottir@gmail.com
kv. Þórhildur og Kristín
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 24.6.2008 | 14:22 (breytt kl. 15:26) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.