Í sveitinni

Frásögn Þórhildar: Í sveitinni hjá pabba mínum, þegar ég er með kindunum, þá er ég oft að reka þær. Það er nefnilega þannig með kindur að þær vita oft ekki hvert þær eiga að fara. Maður þarf að reka þær. Stundum eru þær reknar út, á sumrin. Hestar hjá mér eru næstum því alltaf í hlöðunni þegar þeir eru inni. Stundum leyfum við þeim að fara út að velta sér. Pabbi fór með keppnishest í sund um daginn. Ég er með barnahest sem ég fer á í reiðtúr næst þegar ég fer til pabba. Ég ætlaði að fara í dag en ég er með magapest. Það er leiðinlegt því ég missi af fleiru, dansinum og leiklistinni.

Hér eru upplýsingar um kindur og fleiri húsdýr. Mér finnst gott að vera með dýrum. Mamma var í sveit þegar hún var krakki og einu sinni kom hún að nýbornum kálfi sem var að kafna úr slími af því að mamma hans karaði hann ekki, en það þýðir að hún sleikti ekki af honum óhreinindin og slímið. Þá þurfti mamma að sjúga sjálf slímið úr nösunum og munninum á honum. Svona þarf fólk stundum að gera í sveitinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband