Tíska! Nýtt og nýjast

46571_4161245002683_1926728262_n

Ég get ekki verið sú eina sem finnst tískan þreytandi. Tökum lítið dæmi. ''Oh hugsa ég. Aldís er komin með nýjasta lookið...hér byrjar það aftur. Ég hef bara ekki tíma í þetta. Ég er kannski smá öfundssjúk...'' Tískuiðnaðurinn er flókinn. Þegar eitthvað verður vinsælt (aðallega föt) þá fréttirðu það kannski frá vinkonu þinni sem frétti það frá sinni og þá verður þú undir áhrifum að þetta sé flott. En hvaðan kemur þessi hugmynd? Hún hlýtur að eiga sér einhver upptök. Já búðir...Þær gera það ekki með einhverjum fáránlegum auglýsingum eins og auglýsing um ódýr föt fyrir krakkann heldur fá fyrirmynd til að klæðast þessu. Og svo setja búðirnar gríðarlega hátt verð á þessa flík...ég held að við munum öll eftir PINK buxum. Ég man vel eftir tísku ''tímabilunum'' hjá mér. Adidas, PINK, reebook skór, Everlast buxur, og fl. Allt merkjavörur og rosalega dýrar. Búðirnar keppast um að búa til nýjar og nýjar vörur svo að tískan breytist hratt og það þýðir að unglingarnir kaupa alltaf nýtt og nýtt því tískan breyttist svo hratt. J

æja hvert fara peningarnir...Einmitt...búðirnar. Árið 2012 í ágúst bjó Macklemore til lag sem heitir ''Thrift shop''(Ég held að þið öll þekkið það) og náði gríðarlegum vinsælum. Mér finnst lagið senda frábær skilaboð. ''Klæddu þig eins og þú vilt!'' ''Það er ekki asnalegt að kaupa notuð föt!''Rifjaðu bara upp klæðnað Lady gaga. Ég vil að þið séuð með ykkar eigin stíl..fara í föt sem ykkur finnst flott! Ég vil að þið gangið stolt í skólann í því sem þið eruð í! Eins og við öll vitum þá er skólinn erfiður stundum. En þið getið gert hvað sem er..klippt gömul föt og gert þau flottari..málað þau...tússað. Bara hugsaðu smá :) 


BESTUCUPCAKELOVE frá Þórhildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband