Færsluflokkur: Dægurmál

Góð frétt fer hringinn

Dofri Hermannsson birti góða frétt á blogginu sínu í gær undir heitinu Líka góðar fréttir. Það eru góðar fréttir víða og sjálfsagt fara að fordæmi Dofra og vekja athygli á þeim, smáum sem stórum. Andarnefjum fjölgar enn á pollinum, ökumenn á Akranesi eru til fyrirmyndar og vel gekk að ganga til góðs á norðanverðum Vestfjörðum. Svo eru líka fréttir sem benda á möguleika til úrbóta í stóra málinu sem allir eru uppteknir af núna. Tökum undir með utanríkisráðherra sem nefnir þrennt til að gera við aðstæður sem þessar: Sýna æðruleysi, vera yfirveguð og bjartsýn. Það er líka mikilvægt, ekki síst vegna þeirra sem líður illa, að láta ekki hrella okkur úr hófi heldur huga að öðrum og vera saman.

kv. kristín


Hissa frá Japan

Þegar Kristín mamma Þórhildar gekk frá Ártúnsholti vestur í bæ í morgun um hálf tíuleytið labbaði hún fram hjá nokkrum mótorhjólalöggum og mætti manni um sextugt, öðrum á fertugsaldri, sá nokkra unglinga afsíðis og kastaði kveðju á japanskt par með tökuvél. Fleiri voru það ekki á einni klukkustund. Þeim síðasttöldu hálfbrá að hitta Kristínu í þessari tómu borg sem hlýtur að vera undarlegt að upplifa þegar maður býr í jafnmannmörgu samfélagi og Japan. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband