Færsluflokkur: Dýr

Hundasýning HRFÍ, Bonni mætir á svæðið

Þórhildur og Bonni nóv 08

Bonni er að sýna sig í dag á hundasýningu HRFÍ! Ræktandinn hans sýnir hann, hún heitir Ólöf og er með Eyðimerkur ræktun, bara flottir hundar. Geðgóðir með eindæmum og hrikalega sætir. Gott gengi Bonni!

Kv. Þórhildur og Kristín.


Eyðimerkur Luciano Pavarotti

Bonni um jólaleytið 2008Hundurinn okkar kom í fjölskylduna á sk. fóðursamningi í október. Hann er kallaður Bonni og er sandlitur síðhærður Chihuahua. Kíkiði á myndina af honum í jólaskapi, er hann ekki sætur!

Kv. Þórhildur og Kristín.


Voffavoff og það er skemmtilegt að eiga hund!

Við mamma vorum að spá í hvort við gætum fengið okkur hund. Hundar eru bara æðislegir. Það sem okkur finnst skemmtilegt við hunda er að það er gaman að fara með þeim út og tökum sem dæmi: Einhver einn maður býr einn, á enga fjölskyldu, allir eru dánir, á engin börn. Þá væri gott fyrir hann að kaupa sér hund, hann myndi fá félagsskap, hundurinn er góður og skemmtilegur og félagslyndur.

Mér hefur alltaf fundist gaman að fara út með hunda og passa þá. Einu sinni, þegar ég var lítil, þá áttum við mamma hund. Hann var kóngapúðli og hét Kolur. En ég var svo lítil að ég fattaði ekkert og ég gat ekki farið með hann út af því hann var svo stór, ég var eiginlega ekkert að hugsa um hann. Þess vegna vil ég núna eignast hund.

Ég er að safna pening og mamma er alltaf að fara á netið og gá. Við mamma og stjúppabbi minn, við búum í fjölbýli og getum ekki fengið okkur stóran hund. Við erum samt með sérinngang og allt. En við mamma ætlum að og stefnum að því að fá okkur hund og gerum allt sem við getum til þess að fá hund. Ef þið vitið um lítinn hund sem vantar heimili, eða eigið sjálf hund sem þið getið ekki átt lengur, látið okkur þá vita.

Kv. Þórhildur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband