Færsluflokkur: Ljóð

Frekar venjulegt í gangi

Þetta verður frekar venjulegt blogg. Bara verið að segja hvernig lífið er í augnablikinu.Hér sit ég með vinkonu minni í eurovision partý. Rosa gamanWink ískrap, grillmatur, gott veður og eurovision. Framundan er ferðalag út á land. Við erum að fara til ræktanda eins hundsins okkar og erum alvarlega að hugsa um að fara að skila honum. En nú þarf ég að far, ég ætla að knúsa vinkonu mína. MUAWH VONANDI EIGIDI ÆDISLEGAN DAG!

Árin líða

Það er svo skrítið hvað tíminn líður hratt. Ég finn hvernig hann hleypur framhjá mér en auðvitað þá reynum við öll að halda í hann. Hvað get ég sagt? Auðvitað er mitt svar. Þó að ég sé bara unglingur þá finn ég sterklega hvað ég er hrædd um að ég muni missa bestu ár lífs míns, hvatvísu og skemmtilegustu. Ég er hér til að segja: hafðu ekki áhyggjur. Þú spyrð afhverju. Tími er bara orð, tími er bara verið að segja alla stórkostlegu framtíðina sem þú átt framundan og fortíðina sem eru góðu minningarnar en samt afrekin sem þú sigraðist. Hvort sem þú ert gömul, ung eða átt erfitt þá veistu innst inni að þú ákveður hvernig þitt líf þitt verður. Smile

#FUCKJUSTLOVEYOURSELF# 


Fullkomin/nn eða ekki

Viðurkenndu það..okkur öllum finnst útlit skipta gríðarlega miklu máli. Grunnskólinn skiptist oftast í svo flokka, flottur eða ekki. Útlitið er okkur allt. Það ræður hvort þú verður vinsæll, óvinsæll eða bara ekkert. Það ræður hvort þú átt vini eða ekki. Sjálfsöryggi...eða ekki. Öll skólagangan fer eftir úlitinu! Kannski er ég að ýkja þetta. Kannski er þetta ekki svona alls staðar. En sjáðu til, sjálfsöryggi dregur fólk til sín. Bara ef þú ert með sjálfsöryggi þá stoppar þig ekkert. Þá áttu vini, frábært félagslíf og öllum er sama um útlitið þitt. Ég bara vildi að það væri alveg eins einfalt og það hljómar en þegar þú byrjar í skóla full af sjálfsörrygi með hreint blað þá byrjar fólk fljótt að dæma þig. Ef þú ert smá feimin þá finnst það þú skrítin. Ef þú ert þybbin ertu feitur og asnalegur. Ef þú ert bara einfladlega ekki nógu flottur þá færðu öðruvísi meðferð en ''flotta fólkið.'' Niðurstaðan er að þú dregur þig meira í hlé. Reynir að hverfa. Fela þig skömmustuleg yfir því hver þú ert. Því fólkið dæmir þig svo mikið. Bekkjarfélagar pískra um þig, ýta þér frá í leikjum og virða þig ekki. Þú reynir stöðugt að falla í hópinn. Og brátt verður þú örvæntingarfullur. Það mun stundum bitna á einkunum þínum, líðan og eiginlega bara allt! En hér er málið. ÞÚ þekkir þig betur en allir! ÞÚ veist hver þú ert! Ekki láta fólk hafa áhrif á það. Því sumir byrja smán saman finnast þeir ljótir, asnalegir eða ekki nógu góðir. Þeir byrja að trúa lygunum um þá. Ekki fara þangað. Haltu áfram smátt og smátt, hrósaðu fólki, alltaf virða þig og hjálpaðu okkur að breyta þessu fáránlegu munstri í skólum.

Tíska! Nýtt og nýjast

46571_4161245002683_1926728262_n

Ég get ekki verið sú eina sem finnst tískan þreytandi. Tökum lítið dæmi. ''Oh hugsa ég. Aldís er komin með nýjasta lookið...hér byrjar það aftur. Ég hef bara ekki tíma í þetta. Ég er kannski smá öfundssjúk...'' Tískuiðnaðurinn er flókinn. Þegar eitthvað verður vinsælt (aðallega föt) þá fréttirðu það kannski frá vinkonu þinni sem frétti það frá sinni og þá verður þú undir áhrifum að þetta sé flott. En hvaðan kemur þessi hugmynd? Hún hlýtur að eiga sér einhver upptök. Já búðir...Þær gera það ekki með einhverjum fáránlegum auglýsingum eins og auglýsing um ódýr föt fyrir krakkann heldur fá fyrirmynd til að klæðast þessu. Og svo setja búðirnar gríðarlega hátt verð á þessa flík...ég held að við munum öll eftir PINK buxum. Ég man vel eftir tísku ''tímabilunum'' hjá mér. Adidas, PINK, reebook skór, Everlast buxur, og fl. Allt merkjavörur og rosalega dýrar. Búðirnar keppast um að búa til nýjar og nýjar vörur svo að tískan breytist hratt og það þýðir að unglingarnir kaupa alltaf nýtt og nýtt því tískan breyttist svo hratt. J

æja hvert fara peningarnir...Einmitt...búðirnar. Árið 2012 í ágúst bjó Macklemore til lag sem heitir ''Thrift shop''(Ég held að þið öll þekkið það) og náði gríðarlegum vinsælum. Mér finnst lagið senda frábær skilaboð. ''Klæddu þig eins og þú vilt!'' ''Það er ekki asnalegt að kaupa notuð föt!''Rifjaðu bara upp klæðnað Lady gaga. Ég vil að þið séuð með ykkar eigin stíl..fara í föt sem ykkur finnst flott! Ég vil að þið gangið stolt í skólann í því sem þið eruð í! Eins og við öll vitum þá er skólinn erfiður stundum. En þið getið gert hvað sem er..klippt gömul föt og gert þau flottari..málað þau...tússað. Bara hugsaðu smá :) 


BESTUCUPCAKELOVE frá Þórhildi.


Sumarið kemur aftur

Haustið er uppskafningur
sem heldur að það geti feykt sumrinu um koll
í eitt skipti fyrir öll
-Nú er nóg komið af svo góðu!
segir haustið og byrstir sig
Sumarið lætur sem það heyri ekki
ávítur haustsins
Það kveður bara, góðlátlega,
og birtist á nýjan leik að ári
eins og ekkert hafi í skorist.

kv. Kristín

PERFECT FIT

It changes your brain waves and makes you feel better

Hér er hugmynd: Í staðinn fyrir að fara á rítalín geturðu prófað hleðslutæki fyrir heilann.

Kóreska fyrirtækið DreamFree hefur sett á markað stafrænan heilabylgjuvaka, fartæki sem frískar upp á heilastarfsemina.

Þig langar í þetta hleðslutæki.

Þú ætlar bara að elska heilann í sjálfri þér.

Um fyrirtækið segja aðstandendur: „DreamFree gerir alla drauma að veruleika og leggur áherslu á viðskiptavininn og nýja tækni. DreamFree er þróunarfyrirtæki sem verður leiðandi í upplýsingatækni í Kóreu. Undirbúðu framtíðina með Dream Free. Við látum drauma þína rætast.“

Þú ert nú þegar vakinn og sofinn yfir hugsunum þínum. Það sem þú ert reyndar að leita að er samhæfing.

Í staðinn fyrir að fara útog suður í hausnum einsog asni viltu nota Svarta hestinn til að komast til Ástralíu og borga alla Reikningana þína. Sjá Börnin skoppa hamingjusöm útí lífið af því þú mundir eftir að kaupa fjörmjólk og lýsi, nei þetta er ekki smáatriði því börn geta þjáðst af varanlegum járnskorti og mjólkuróþoli. Mæta á Foreldrafundinn með eitthvað skemmtilegt ljóð í eða á hausnum án þess að gleyma Viðtalinu Ráðstefnunni Lækninum. Kaupa nýja Sjálfskiptingu og gefa Kettinum en hætta ekki að hlæja. Velja rétt Þvottaprógramm og skila Ritgerðinni í þróunaraðstoð án þess að gefast upp fyrir staðalímyndinni og koma þér vel fyrir í ræsinu. Senda Tímaritið í prentsmiðjuna og semja við Glitni og skila á Safnið og fara létt með það. Ýmislegt svona, það er ástæðulaust að þreyta lesendur úr hófi með upptalningu.

Lífið er svo flókið!

Um heilahleðslutækið segir á vef fyrirtækisins: „Með því að framkalla margvísleg heilabylgjumerki veldur tækið því að fólk sofnar, þreytan hverfur eins og dögg fyrir sólu og námsgetan eykst. “ Ennfremur segir: „Tilfinningin er svipuð og að fá sér lúr með Kraftwerk í bakgrunni.“

Fyrirtækið var stofnað af meðlimum í Mensa samtökunum í Kóreu, en til þess að fá inngöngu í þau samtök þarf viðkomandi að vera með að lágmarki 158 í greindarvísitölu. Ekki er krafist sömu greindarvísitölu af þeim sem hyggjast kaupa tækið en það er selt á þrjú hundruð dollara.

Nei annars þú verður að losa þig við ljóðið og hláturinn, hamingjusömu börnin, svarta hestinn og ástralíu því DRAUMLEYSI er markmiðið. DreamFree. En þarftu tæki í það? Er ekki nóg að horfa á fréttirnar? Kannski gleyma menn að myrða hver annan ef við kaupum heilahleðslutækið frá DreamFree handa þeim. Það er mobile einsog hryðjuverkamenn, ný stétt verkamanna ... sem Marx sá ekki alveg fyrir sér: svona.

DreamFree tækið samanstendur af hugbúnaði, silfurlitum sólgleraugum og heyrnartólum (litur ekki tilgreindur).

PERFECT FIT að vera draumlaus og með báða fætur á jörðinni, draumarnir eru uppá himnum. Svo á jörðu sem á himni.

Á móti: Dream Free í tveimur orðum er DREYMDU FRJÁLS. Það er ekki slæmt! einsog maðurinn minn myndi orða það.

Og í lokin, til varnaðar: DreemFree er í samkeppni við annað fyrirtæki, Altwell, sem hefur hannað svipaðan varning. Allt í góðu vonandi. „It makes these little flying-saucery sounds“, sagði Neil Rubenking framlagstækniritstjóri (contributing technical editor) PC Magazine. „I guess I sort of liked it“.


BÖRN

enginn tímir að gefa súkkulaðið sitt

það angar af jörðinni hálfbráðið í vasanum

það er svo fátt sem minnir á jörðina

hún er svo langt að heiman og í burt frá þeim

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband