Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hundasýning HRFÍ, Bonni mætir á svæðið

Þórhildur og Bonni nóv 08

Bonni er að sýna sig í dag á hundasýningu HRFÍ! Ræktandinn hans sýnir hann, hún heitir Ólöf og er með Eyðimerkur ræktun, bara flottir hundar. Geðgóðir með eindæmum og hrikalega sætir. Gott gengi Bonni!

Kv. Þórhildur og Kristín.


Enginn Spánn í ár ...

 Albir í júlí 2008 128.jpg 2... en vonandi nokkrir sólardagar. Næsta sumar förum við ekki til útlanda frekar en margir landar okkar. Hér er ég með tveimur af stelpunum mínum (vantar þá elstu og dótturdæturnar) á Spáni sumarið 2008. Kominn tími til að skipuleggja næsta sumar. Allar góðar og ódýrar hugmyndir sem kosta ekki himin (flug) og haf (sigling) eru vel þegnar!

Kv. Kristín.


Eyðimerkur Luciano Pavarotti

Bonni um jólaleytið 2008Hundurinn okkar kom í fjölskylduna á sk. fóðursamningi í október. Hann er kallaður Bonni og er sandlitur síðhærður Chihuahua. Kíkiði á myndina af honum í jólaskapi, er hann ekki sætur!

Kv. Þórhildur og Kristín.


Viltu passa mig í einhverja daga í júlí?

Balena 1  Balena 2  Balena er Maine Coon kisa, yndisleg, stór og góð. Hana vantar kannski pössun hluta af tímanum sem Þórhildur og Kristín eru á Spáni. Þegar hún var að sóla sig í gær sagði fólk sem átti leið framhjá: Hún er eins og ljón þar sem hún liggur í grasinu! Hún talar með ýmis konar murri og borðar fisk með loppunum eins og þvottabjörn. Hún er vön börnum og hundum. Balena er sprautuð, ormahreinsuð og örmerkt. Hún notar kassa ef þú vilt en fer annars út. Ef þig langar að passa Balenu hluta af júlímánuði, skrifaðu okkur þá á gudnadottir@gmail.com

kv. Þórhildur og Kristín 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband