Draumar eru nauðsynlegir

Þegar þú ferð að sofa þá slokknar á líkamanum þínum og mestum hluta heilans. Hann fær hvíld eftir langan dag. Á meðan er undirmeðvitundin þín vakandi og virkari til að koma í staðinn fyir hinn hluta heilans. Strax spretta upp hugsanir og skoðanir sem verða að draumum. Þetta er mjög flókið í rauninni og það er ekki mikið sem við vitum um drauma. Draumar verða til af undirmeðvitundinni og oft er hægt að túlka drauma eins og einhver ákveðin skilaboð frá henni. Allir draumar eru mjög sannfærandi, finnst mér, þeir láta manni finnast eins og þetta sé í alvörunni og að þetta hafi alltaf verið svona.

Þegar ég var um það bil sex ára dreymdi mig nokkra flugdrauma í röð þar sem ég flaug af háum byggingum. Mér fannst þetta svo raunverulegt að ég prófaði að stökkva af sófa, en eins og þið vitið var niðurstaðan neikvæð svo ég hætti, fúl á svip yfir að þetta hafi ekki virkað. Mér finnst eins og draumar séu eitthver annar heimur eða önnur vídd þar sem maður fær að upplifa hluti sem maður fær ekki í alvörunni. Einu sinni þekkti ég strák sem gat stjórnað draumunum sínum. Hann var mjög klár og athugull. Nokkrar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi drauma. Sagt er að ef þig dreymir ekki þá veikistu - á endanum fer þig að dreyma í vöku og þá missirðu tengsl við raunveruleikann. Rannsóknir gefa vísbendingar um að draumar vinsi úr deginum það sem þarf að fara í minni og hitt sem má hverfa. Líka að þeir séu forsenda sköpunar. Án drauma missum við minnið og sköpunargáfuna. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband