Ekki rétt.

*Þetta gerðist um daginn. Nefni engin nöfn*

Myndlistakennarinn minn dró mig eftir tíma og sagðist þurfa að tala við mig. ''Já'' Sagði ég. 

''Heyrðu ég vildi ekki segja þetta fyrir framan strákana í tímanum en þegar þú fórst úr hettupeysuna þá varstu frekar ber, það sást vel í handleggina þína. Við viljum ekki að strákar fari að hugsa um þig á ákveðin hátt.'' Svaraði myndlistarkennarinn minn. ''Bíddu afhverju ætti mér ekki að vera sama?'' Sagði ég móðguð. 

 

Það sem hafði gerst var að ég hafði verið að leira með blautan leir og ákvað að fara úr hettupeysunni minni til að skíta hana ekki út. Þá var ég bara í venjulegum, bláum hlýrabol. Myndlistakennarinn minn kvartaði að ég væri og ber og drusluleg. Ég varð bara hreint út móðguð. Maður byrjar að spá í hvað samfélagið hefur breyst í. Ég þoli ekki hvað fólk lítur illa á manneskjur sem klæða sig "druslulega". Samfélagið hefur hægt og hægt mótað þá skoðun að konur sem eru með of mikið snyrtidót á sér, stutt föt eða brúnku eru druslur. Persónulega séð finnst mér að að við ættum að fagna hvernig við lítum út. Við dönsum, málum, skrifum og hreyfum okkur með líkamanum okkar. Hvað er að því að vera stolt að sjálfum okkur? Ekki eru karlar dæmdir fyrir að vera í fáum fötum eða of berir. Ég bara hugsa og spyr hvað er að okkur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo satt hjá þér! You go girl!! :)

Lovísa (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 00:00

2 Smámynd: Þórhildur og Kristín

Takk fyrir það! Frábært að heyra, það koma fleiri greinir bráðlega svo bara endilega deila og lika :)

Þórhildur og Kristín, 26.5.2013 kl. 00:21

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þú átt bara að gefa svona andskotans teprum, eins og þessum myndlistarkennara, fingurinn. Þetta er væskilmenni.

Austmann,félagasamtök, 26.5.2013 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband