Fullkomin/nn eða ekki

Viðurkenndu það..okkur öllum finnst útlit skipta gríðarlega miklu máli. Grunnskólinn skiptist oftast í svo flokka, flottur eða ekki. Útlitið er okkur allt. Það ræður hvort þú verður vinsæll, óvinsæll eða bara ekkert. Það ræður hvort þú átt vini eða ekki. Sjálfsöryggi...eða ekki. Öll skólagangan fer eftir úlitinu! Kannski er ég að ýkja þetta. Kannski er þetta ekki svona alls staðar. En sjáðu til, sjálfsöryggi dregur fólk til sín. Bara ef þú ert með sjálfsöryggi þá stoppar þig ekkert. Þá áttu vini, frábært félagslíf og öllum er sama um útlitið þitt. Ég bara vildi að það væri alveg eins einfalt og það hljómar en þegar þú byrjar í skóla full af sjálfsörrygi með hreint blað þá byrjar fólk fljótt að dæma þig. Ef þú ert smá feimin þá finnst það þú skrítin. Ef þú ert þybbin ertu feitur og asnalegur. Ef þú ert bara einfladlega ekki nógu flottur þá færðu öðruvísi meðferð en ''flotta fólkið.'' Niðurstaðan er að þú dregur þig meira í hlé. Reynir að hverfa. Fela þig skömmustuleg yfir því hver þú ert. Því fólkið dæmir þig svo mikið. Bekkjarfélagar pískra um þig, ýta þér frá í leikjum og virða þig ekki. Þú reynir stöðugt að falla í hópinn. Og brátt verður þú örvæntingarfullur. Það mun stundum bitna á einkunum þínum, líðan og eiginlega bara allt! En hér er málið. ÞÚ þekkir þig betur en allir! ÞÚ veist hver þú ert! Ekki láta fólk hafa áhrif á það. Því sumir byrja smán saman finnast þeir ljótir, asnalegir eða ekki nógu góðir. Þeir byrja að trúa lygunum um þá. Ekki fara þangað. Haltu áfram smátt og smátt, hrósaðu fólki, alltaf virða þig og hjálpaðu okkur að breyta þessu fáránlegu munstri í skólum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband