Færsluflokkur: Skíði

Mælt með skíðakennslu og Rudy Project

Þórhildur fór í fyrsta sinn á skíði í gær og mælir með skíðakennslunni í Bláfjöllum. Hún er ókeypis, stendur yfir í hálftíma og kennarinn er frábær. Þórhildur lærði meðal annars að stoppa með því að setja fæturna í pizzu, beygja með því að setja þungann á annan fótinn og margt fleira gagnlegt. Hún skíðar eins og ekkert sé og í dag er hún í Skálafelli.

Stjúpi Þórhildar, Kristján, stendur fyrir skíðaferðunum. Hann hitti kunningja sinn á skíðum í vikunni sem leið og sá var nýbúinn að fá sér ítölsk sportgleraugu frá Rudy Project. Það eru fjölnota gleraugu og hægt að skipta um gler eftir því hvort maður er að fara í golfið eða á skíðin og fleira. Svo er hægt að setja í þau sjóngler (á bak við lituðu glerin), sem er kannski aðalkosturinn. Gleraugun fást á Akureyri, Ísafirði og víðar en hér í Reykjavík fást þau í PlúsMínus á Suðurlandsbraut. 

 


Image



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband