Færsluflokkur: Bloggar

Enginn Spánn í ár ...

 Albir í júlí 2008 128.jpg 2... en vonandi nokkrir sólardagar. Næsta sumar förum við ekki til útlanda frekar en margir landar okkar. Hér er ég með tveimur af stelpunum mínum (vantar þá elstu og dótturdæturnar) á Spáni sumarið 2008. Kominn tími til að skipuleggja næsta sumar. Allar góðar og ódýrar hugmyndir sem kosta ekki himin (flug) og haf (sigling) eru vel þegnar!

Kv. Kristín.


Börn blogga

Nokkuð er um að börn hafi sitt eigið blogg hérlendis. Mæðgurnar sem hér blogga ætla hins vegar að láta á það reyna að vera með sameiginlegt blogg og þumalfingursregluna 1:1, það er að á móti hverju bloggi Þórhildar (8 ára) komi eitt frá Kristínu (46 ára). Gaman væri að fregna af fleirum sem hafa sama háttinn á, þ.e. feðgum, feðginum, mæðgum eða mæðginum sem blogga saman. Kannast einhver við það?

Hugmyndin að baki sameiginlegu bloggi þvert á kynslóðir er að leggja í púkk með þeim skilningi að börn séu áhugaverð fyrir fullorðna og fullorðnir áhugaverðir fyrir börn. Raunverulega, ekki bara til að sýnast. Sú skoðun að maður eigi bara samleið með jafnöldrum sínum er nokkuð takmörkuð ekki satt? Bækur, bíó og aðrar listir færa okkur heim sanninn um sameiginlega snertifleti eða hver hefur ekki gaman af Roald Dahl og Mary Poppins?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband